Starfsfólk Ferðaþjónustunnar Tangahúsi eru eigendur þess, þær Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir. Báðar búsettar á svæðinu.
Ásdís býr í Laugarholti sem er rétt norðan við Borðeyri. Hún starfaði lengst af við Spraisjóð Hrútfirðinga meðan hann var starfræktur á Borðeyri.
Ingibjörg Rósa (Inga) er sauðfjárbóndi á Kollsá II. Hún hefur verið í námi við Háskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan með diplomagráðu í ferðamálafræðum sumarið 2006. Hún hefur auk þess staðarvarðar-og landvarðaréttindi frá sama skóla.